Friday, December 28, 2012

Íslands- og bikameistarar 2012

Þeir leikmenn sem voru í 10. flokki 2011-2012 og urðu Íslands- og bikarmeistarar eru hvattir til þess að mæta í Íþróttahúsið við Strandgötu kl. 18.00 í kvöld 28.desember og taka við viðurkennigum fyrir þessu glæstu afrek.

Vona að sem flestir geti mætt, endilega láta þetta ganga sérstaklega til þeirra sem ekki eru að æfa núna í vetur en voru með sl. tímabil.

Minni líka á æfingu kl. 12.00 í dag.

Nánari upplýsingar um verðlaunahátíðina má sjá hér; http://www.hafnarfjordur.is/thjonusta/frettir/nr/2887


Pétur

Thursday, December 27, 2012

28. desember

Síðasta æfing ársins verður föstudaginn 28. desember kl. 12.00-13.30.

Næsta æfing verður miðvikudaginn 2.janúar kl. 20.40-22.00 á Ásvöllum.


Pétur

Wednesday, December 26, 2012

27.desember

Æfing á Ásvöllum fimmtudaginn 27. desember kl.14.00-15.30.


Pétur

Friday, December 21, 2012

Laugardagurinn 22.desember

Æfingin verður á laugardaginn 22. desember kl.14.30-16.00 á Ásvöllum, síðasta æfing fyrir Jól.

Allir að mæta, næsta æfing verður fimmtudaginn 27. desember.


Pétur

Wednesday, December 19, 2012

fimmtudagur 20.desember

Æfing í Bjarkarhúsinu kl. 17.00-18.00.

Á föstudaginn 21. desember er æfing kl. 14.00-15.30 á Ásvöllum.


Pétur

Monday, December 3, 2012

Nýjir æfingatímar

Æfingar verða hér eftir sameiginlegar með drengjaflokki, við höldum okkar tímum  á miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum.  Mánudagsæfingarnar falla því niður og við bætast æfingar á ;

þriðjudögum kl. 21.00-22.00  Ásvöllum

föstudögum kl. 20.30-22.00 Ásvöllum

sunnudögum kl. 14.00-15.00 Ásvöllum

Verum stundvísir og tilbúnir þegar æfingin byrjar.


Pétur

Thursday, November 29, 2012

Æfing í dag

Í dag fimmtudaginn 29.nóvember er drengjaflokkur að spila þeir sem eru ekki að spila mætið á æfingu með 10. flokki kl 17.00 í Bjarkarhúsinu.

Æfing á laugardag kl. 15.00-16.00 á Ásvöllum.


Pétur

Tuesday, November 27, 2012

Æfing á miðvikudag

Æfingin á miðvikudaginn 28.nóvember verður kl. 21.00-22.00 á Ásvöllum.

Æfing á laugardaginn 1.desember verður 15.00-16.00 á Ásvöllum, minni líka á æfingu fimmtudaginn 29.nóvember kl. 18.00-19.00 í Bjarkarhúsinu.


Pétur

Monday, November 19, 2012

Miðvikudagur 21. nóvember

Æfing á miðvikudag kl. 20.30 á Ásvöllum, allir að mæta.


Pétur

Thursday, November 15, 2012

Ekki æfing á laugardaginn

Æfing á laugardaginn 17. nóvember fellur niður æfing, næsta æfing verður því mánudaginn 19.nóvember á Ásvöllum kl. 16.20.


Pétur

Monday, November 12, 2012

Miðvikudagur 14. nóvember

Æfingin fellur niður á miðvikudaginn 14. nóvember, næsta æfing er á fimmtudaginn kl. 18.00 í Bjarkarhúsinu.


Pétur

Thursday, November 8, 2012

Fjölliðamót 10.-11. nóvember

Um næstu helgi verður fjölliðamót 2 haldið í Njarðvík. 

Við spilum laugardaginn 10. nóv;

11.30 Haukar - KR
14.00 Haukar - Njarðvík

Mæting á Ásvelli kl. 10.15, foreldrar þurfa að keyra.

Sunnudaginn 11. nóv;

11.15 Haukar - Grindavík
13.45 Haukar - Stjarnan

Mæting á Ásvelli kl. 10.00, foreldrar þurfa að keyra.


Pétur



Thursday, November 1, 2012

Laugardagur 3. nóv

Æfing laugardaginn 3. nóv verður á Ásvöllum kl 11.30-12.30.


Pétur

Friday, October 26, 2012

Ekki æfing á laugardaginn

Æfing á laugardaginn 27. október fellur niður, næsta æfing verður því mánudaginn kl. 16.20 á Ásvöllum.

Minni á að það eru einungis 2 vikur í næsta fjölliðamót og ganga frá æfingagjöldum sem allra fyrst, annars hafa menn ekki keppnisrétt í næsta móti.

Leikur hjá mfl. karla föstudaginn 26. október, Haukar-Þór Ak. kl.19.15.


Pétur

Tuesday, October 23, 2012

ÆFINGAGJÖLD – ÍTREKUN

Kæru forráðamenn
 
Þeir sem ekki hafa greitt æfingagjöld barna sinna fyrir 1.nóv. fá ekki að keppa fyrir hönd félagsins.
 
Sjá leiðbeiningar á haukar.is.
 
Með bestu kveðju, íþróttastjóri

Monday, October 22, 2012

þriðjudagur og miðvikudagur

Þriðjudaginn 23. október verður skotæfing á Ásvöllum kl. 13.00-14.00, mætið ef þið getið. 

Miðvikudaginn 24. október verður æfing á Ásvöllum kl. 21.00-22.00 með drengjaflokki eftir kvennaleik í körfubolta.  Verið mættir tímanlega, hjálpa til við að ganga frá þá fáum við salinn fyrr.


Pétur

Thursday, October 18, 2012

Ekki æfing á laugardaginn 20. október

Næsta æfing er á mánudaginn 22. október kl. 16.20.

Minni á að það eru ekki nema þrjár vikur í næsta mót.


Pétur

Tuesday, October 16, 2012

Æfingagjöld

Kæru forráðamenn
 
Nú þurfa þeir sem eiga eftir að ganga frá æfingagjaldi fyrir barnið sitt að gera það sem allra fyrst.

Nú er það svo að eftir því sem líður á þá lækkar niðurgreiðslustyrkurinn sem í boði er frá bænum og þá þurfið þið forráðamenn góðir að greiða hærri upphæð.
Best er að fara í gegnum hafnarfjordur.is – mínar síður og klára að ganga frá greiðslu þar, munið að haka við þar sem stendur „Nota íþrótta- og tómstundastyrk“.
 
Mikilvægt er að ganga frá æfingagjaldi síns barns fyrir 1. nóv. Eftir það gildir sú regla, sem tekin var í notkun nú á þessu tímabili, að þeir iðkendur sem ekki hafa verið skráðir og greidd æfingagjöld fyrir, hafa ekki heimild til að taka þátt í mótum/leikjum á vegum félagsins. Þetta er gert til að allir sitji við sama borð varðandi greiðslu æfingagjalda.

Einnig minni ég á að hægt er að skipta æfingagjaldi í allt að 11 mánuði hvort sem er með greiðsluseðlum eða á kreditkort.

Með von um jákvæð viðbrögð,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

Sunday, October 14, 2012

Fjölliðamót 1

Stigaskor eftir fyrsta fjölliðamótið í vetur, 3 sigrar 1 tap



              umfg  umfn  stjarnan  umft  samtals
Kristján  12    8     14    8    42
Bjarki                      2    2      4
Arnór      4     6       5     4    19
Jónas      1     2      13    2    18
Hjálmar 10     9       6    14   39
Kári       11   15      17   13   56
Modi       9     8        4     4   25
Árni                                2     2
Hákon            5              6    11
Ívar         8     4        9          21
Bjössi     4     3        4          11
Orri
Jón Þórir
Gunnar

Ekki æfing á mánudaginn 15. október, næsta æfing á miðvikudag 17. október kl. 20.45 á Ásvöllum og lyftinga æfing á þriðjudaginn kl. 20.00.


Pétur

Monday, October 8, 2012

Miðvikudagur 10. október

Æfing á Ásvöllum kl. 21.00, mættir amk. 15 mín fyrr.

Mót um næstu helgi nánar síðar.

Minni á æfingu svo fimmtudaginn kl. 18.00 í Bjarkarhúsinu.


Pétur

Saturday, September 29, 2012

Miðvikudagur 3. október

Smá breyting verður á æfingatíma miðvikudaginn 3. október en þá erum við á æfingu kl. 21.00-22.00 á Ásvöllum (drengjaflokkur verður með okkur).

Minni á æfingu mánudaginn 16.20 á Ásvöllum.

Næsta mót verður 13.-14. október í Ásgarði Garðabæ.

Allar breytingar á æfingatímum verða uppfærðar hér á blogginu svo ég hvet ykkur til þess að vera duglegir að fylgjast með á þessari síðu.


Pétur

Tuesday, September 25, 2012

Greiðsla æfingagjalda - kerfið tilbúið‏

Kæru forráðamenn
 
Nú er búið að opna fyrir kerfið sem sér um að taka á móti skráningu og greiðslu æfingagjalda. Það er búið að samkeyra kerfið (Nóri) við Hafnarfjarðarbæ og nú er hægt að fá niðurgreiðsluna strax með því að fara í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ eða að fara í gegnum haukar.is sem leiðir ykkur á mínar síður.
Þetta er breyting frá því sem áður var því nú greiða forráðamenn mismuninn milli heildaræfingagjalds og niðurgreiðslu. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan mánaðarlega beint til íþróttafélaganna niðurgreiðsluhlutann.
Þannig að það sem áður var eins og það að fara inn á íbúagátt og merkja við niðurgreiðslu þrisvar yfir árið er ekki lengur til, einng þá fá forráðamenn strax niðurgreiðsluna og þurfa því ekki að fá endurgreitt frá félaginu.

Það helsta við þetta nýja kerfi er að forráðamenn verða að ganga frá æfingagjaldinu í síðasta lagi 10. október til að fá fulla niðurgreiðslu. Ef það tefst fram til 11. október þá fellur niður endurgreiðsla fyrir sept., ef skráð er 1.nóv. þá fellur niður greiðsla fyrir okt. o.s.frv. Við hvetjum því forráðamenn til að ganga frá greiðslu sem fyrst.

Hægt er að greiða með kreditkorti og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – enginn aukakostnaður.
Einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli og skipta greiðslum í að hámarki 12 greiðslur – hér er rukkað svokallað þjónustugjald sem er ca. 450 krónur á hverja greiðslu.

Hægt er að fá leiðbeiningar um hvernig skráning fer fram á slóðinni http://haukar.is/ibuagatt.

Við vekjum athygli á því að það verður að ganga frá greiðslu til að fá niðurgreiðsluna.

 

Monday, September 24, 2012

Fjölliðamót Ásgarði 13.-14. október

Fyrsta mót vetrarins verður á heimavelli Stjörnunar í Ásgarði.

Við eigum leiki á laugardag;
11.45 Haukar-Njarðvík
15.30 Haukar-Tindastóll

og sunnudag;
11.15 Haukar-Stjarnan
15.00 Haukar-Grindavík

Pétur